atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.
TÆKNIMAÐUR SEM VILL LÆRA
atNorth stækkar á Akureyri og leitar að á tæknimanni til starfa í gagnaver sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð þekking á tölvum er æskileg
- Hreint sakavottorð
- Hafa náð 20 ára aldri
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góðir samskiptahæfileikar
- Góð enskukunnátta
- Frumkvæði og heiðarleiki
- Stundvísi
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150122, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Sambærileg störf (12)
TÆKNIMAÐUR MEÐ REYNSLU
atNorth
Aðstoðarmanneskja á byggingarannsóknastofu
Tæknisetur ehf.
Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás
Umsjónaraðil TextílLabs Textílmiðstöðvarinnar
Textílmiðstöð Íslands
Verkstjóri í þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Myndun og gps-mælingar á lögnum
Stíflutækni
Söluráðgjafi hljóð- og myndlausna Ofar
Ofar
Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála
Þjóðskjalasafn Íslands
Tæknimaður á þjónustuverkstæði
Bláorka ehf.
Field Service Technician (12 month contract)
Climeworks
Starfsmenn í þjónustudeild
Blikksmiðurinn hf
Rafvirki/kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf