atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.
RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐINGUR
atNorth stækkar á Akureyri og leitar að rafmagnstæknifræðingi í rekstrar- og viðhaldsteymi sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, eftirlit og viðhald á tæknibúnaði
- Skipulögð viðhalds- og eftirlitsvinna
- Umsjón og eftirlit með dreifikerfum raforku
- Vinna að endurbótum og uppfærslu verkferla með teyminu
- Aðstoða viðskiptavini við úrslausn beiðna
Menntunar- og hæfniskröfur
Þú þarft að hafa þekkingu og reynslu af því að vinna í hússtjórnarkerfum eða sambærilegum kerfum. Menntun á sviði rafmagnstæknifræði, rafmagnsiðnfræði eða vera rafvirkjameistari. Okkur þykir gaman að vinna með fólki sem hefur góða þekkingu, en á sama tíma mikinn vilja til að vera hluti af liðsheild sem tileinkar sér nýja hæfni og prófar nýja hluti.
- Háskólagráða er kostur
- Reynsla af hússtjórnarkerfum eða sambærilegum kerfum kostur
- Samviskusemi, stundvísi og drifkraftur
- Rík þjónustulund, jákvæðni og samskiptahæfni
- Góð enskukunnátta
- Vinna vel í teymi og að geta glaðst með vinnufélögunum
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Umbótahugarfar, öryggisvitund og þjónustulund
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast til gagnavera okkar á Norðurlöndum
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Rangárvellir 150122, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNýjungagirniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Sambærileg störf (1)