Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Verkstjóri í þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð leitar að öflugum leiðtoga í starf verkstjóra í þjónustumiðstöð - miðsvæði
Verkstjóri hefur daglega stjórn yfir starfsstöðvum þjónustumiðastöðva á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, ásamt verkefnum á starfssviði þjónustumiðstöðva á svæðinu og þjónustu við aðrar deildir sem þjónustumiðstöðin annast samkvæmt verkbeiðnum eða samningum. Verkstjóri vinnur náið með starfsmönnum veitna Fjarðabyggðar á starfssvæðinu og annast mönnun og rekstur móttökustöðva á starfssvæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg ábyrgð og umsjón með rekstri starfsstöðva á starfssvæðinu.
- Dagleg ábyrgð og mönnun á móttökustöðvum á starfssvæðinu.
- Verkstjórn undirmanna í þeim verkefnum sem unnið er að á hverjum tíma.
- Hefur eftirlit með ástandi gatnakerfis á starfssvæðinu og tryggir viðhald þess.
- Skipulagning og eftirlit með snjóhreinsun, hálkueyðingu og hreinsun niðurfalla á starfssvæðinu í samvinnu við stjórnanda og aðra verkstjóra.
- Dagleg ábyrgð á tækum tækjamiðstöðvar á starfssvæðinu, og tryggir að öll tæki og bílar hljóti viðeigandi viðhald.
- Eftirlit með verktökum sem vinna að verkefnum á starfssvæðinu. Tryggir að framvinda verkefna og frágangur sé í samræmi við samninga.
- Verkstjórar þjónustumiðstöðva skulu hafa náið samráð sín á milli um nýtingu manna og tækja á milli svæða.
- Hefur frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi eða umtalsverð stjórnunarreynsla.
- Vinnuvélaréttindi
- Almenn tölvukunnátta.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
- Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
- Færni í að eiga gott samstarf við íbúa og samstarfsmenn.
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur7. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)
Frístundarleiðbeinandi í félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Staða sjúkraliða við frístund í Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Forstöðumaður Veitna
Fjarðabyggð
Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Stuðningsfulltrúi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)
Bifvéla- eða vélvirki
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála
Þjóðskjalasafn Íslands
Umsjónarmaður framkvæmda (Reykjanesbær)
ST Byggingafélag ehf.
Vélfræðingar
Jarðboranir
Tæknimaður á þjónustuverkstæði
Bláorka ehf.
Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra smíðaverkefna
Garðabær
Hjúkrunardeildarstjóri hjartadeildar
Landspítali
Trésmiðir
ÍAV
Tæknimaður í nýrri þjónustudeild hjá Ölgerðinni
Ölgerðin
Tækjastjórnandi með stóru vinnuvélaréttindin
Borgarverk ehf
Vinnuvélastjórnandi og bílstjóri
Þróttur ehf
Smiður í þjónustuverkefni
Höfuðborgarsvæðið