

Skólastjóri útilífsskóla Svana
Skátafélagið Svanir óskar eftir að ráða til sín einstakling 20 ára eða eldri í hlutverk umsjónarmanns útilífsskóla skátafélagsins.
Um er að ræða sumarnámskeið Svana sem stendur yfir vikurnar:
Vika 1: 10. - 13. júní
Vika 2: 16. júní - 20. júní
Vika 3: 23. júní - 27. júní
Vika 4: 30. júní - 4. júlí
Vika 5: 7. júlí - 11. júlí
Vika 6: 14. júlí - 18. júlí
Vika 7: 21. júlí - 25. júlí
Vika 8: 28. júlí - 1. ágúst
Vika 9: 4. ágúst - 8. ágúst
Vika 10: 11. ágúst - 15. ágúst
Vika 11: 18. ágúst - 22. ágúst
Umsjónarmaður þarf að sinna þjálfun starfsmanna, umsjón dagskrár, samskipti við foreldra, undirbúning námskeiðs og tiltekt eftir námskeið.
Mikilvægt er að umsjónarmaður sé ávallt á staðnum á dagvinnutíma frá 08:00-16:00 en námskeiðin standa yfir frá kl 09:00-15:00
Umsjónarmaður þarf að vera ábyrgur einstaklingur og reka dagskránna með jákvæðni og þolinmæði að leiðarljósi.
Góð laun í boði og hentugt sumarstarf fyrir háskólanema.
Frekari upplýsingar veitir Davíð gjaldkeri Svana [email protected]
Rekstur sumarnámskeiðs skátafélagsins og þjálfun starfsmanna.
Grunnskólakennaramenntun eða Íþróttakennaramenntun æskileg. Æskilegt er að hafa reynslu á kennslu eða frístundastarfi með 1-4 bekk í grunnskóla. Viðkomandi þarf ekki að vera skáti en auðvitað er það kostur. Reynsla af vinnu með vinnu með börnum er nauðsynleg.
Góð laun.













