Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Verkefnastjóri eigna og viðhaldsstýringar

Steypustöðin leitar að sterkum, nákvæmum og ábyrgum einstaklingi til að annast viðhald og rekstur eigna fyrirtækisins. Starfið krefst þess að viðkomandi geti haldið mörgum boltum á lofti samtímis og sé fær um að stýra og ljúka flóknum verkefnum af skilvirkni og fagmennsku. Ef þú býrð yfir framúrskarandi skipulagshæfni, miklu frumkvæði og hefur auga fyrir umbótum, gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér að koma á og viðhalda verkferlum sem stuðla að hagkvæmni og skilvirkni, fylgjast með fjárhagsáætlunum og kostnaðareftirliti, skipuleggja skoðanir og úttektir á eignum, auk samskipta við leigutaka og þjónustuaðila. Öll þessi verkefni eiga að taka mið af sjálfbærnivegferð Steypustöðvarinnar, sem hefur að markmiði að leggja grunn að sterkari framtíð fyrir komandi kynslóðir.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja, stýra og hafa eftirlit með viðhaldi og rekstri
  • Umsjón með rekstri verkstæða Steypustöðvarinnar
  • Tryggja að eignir fyrirtækisins séu í góðu ástandi og uppfylli allar kröfur um öryggi og reglugerðir.
  • Gerð langtímaáætlana um viðhald og endurbætur á eignum.
  • Umsjón með framkvæmdum, viðgerðum og þjónustu samningsaðila.
  • Koma á og viðhalda verkferlum sem tryggja hagkvæman og skilvirkan rekstur.
  • Halda utan um fjárhagsáætlanir tengdar eignum og viðhaldi, auk kostnaðareftirlits.
  • Ábyrgð á reglulegri skoðun og úttektum á eignum.
  • Samskipti við leigutaka, þjónustuaðila og aðra hagsmunaaðila.
  • Stuðla að þróun og innleiðingu grænna og sjálfbærra lausna í viðhaldi og rekstri.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði eða verkefnastjórnun
  • Reynsla af eignastýringu og viðhaldi.
  • Sterk skipulagshæfni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og í hóp.
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund.
  • Góð tölvukunnátta, þar á meðal reynsla af notkun viðhalds- eða eignastýringarkerfa.
  • Frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og áhugi á umbótum.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Hádegismatur
  • Námskeið og fræðsla
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar