Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólakennari - HOLT
Leikskólinn Holt auglýsir eftir leikskólakennara, leiðbeinanda eða starfsmanni með sambærilega menntun til starfa.
Holt er sex deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum (Stóra-Holt og Litla-Holt) í Völvufelli 7-9 í Breiðholti. Í starfinu er lögð áhersla á málörvun og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í þróunarverkefninu „Markviss málörvun í Fellahverfi". Við erum í miklu samstarfi í hverfinu um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Einnig erum við að vinna með tannvernd, að efla félagsfærni barna og Vináttuverkefnið um Blæ bangsa.
Starfið er laust og er um tímabundna stöðu að ræða, fullt starf eða tímavinna í boði.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara eða leiðbeinanda, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
- Leikskólakennaramenntun og/eða reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Vinna með frábærum börnum og starfsfólki í Holti :)
- Styttri vinnuvika
- Frítt í sund í Reykjavík