

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth stækkar í Keflavík og leitar að svölum vélvirkjum, vélstjórum eða flugvirkjum sem kunna að kæla í teymið sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Þú munt kæla búnað fyrir gervigreindarklasa og öflugt skjákortanet með loft- og vatnskælingu í gagnaveri okkí Keflavík. Þú sérð einnig um að viðhalda varaafli fyrir búnaðinn. Gagnaverin okkar þurfa vera ísköld og leifturhröð. Þetta eru verkefnin þín:
- Setja upp vatns- og loftkælingar fyrir gagnaversbúnað
- Rekstur og viðhald á vatns- og loftkælingum
- Viðhald á varaafli
- Tengja og stilla stjórnbúnað
- Forrita og prófa iðntölvur
- Tryggja öryggi og stuðla að bættu verklagi
Þú þarft að hafa þekkingu og reynslu af því að vinna með vatns- og loftkælikerfi. Menntun á sviði véltækni, vélstjórn, vélavirkjunar eða kælitækni kemur sér mjög vel. Okkur þykir gaman að vinna með fólki sem hefur góða þekkingu, en á sama tíma mikinn vilja til að vera hluti að liðsheild sem tileinkar sér nýja hæfni og prófar nýja hluti.
- Menntun sem nýtist við rekstur vélbúnaðar
- Mikil færni í ensku við lestur og skrif
- Vinna vel í teymi og að geta glaðst með vinnufélögum
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Umbótahugarfar, öryggisvitund og þjónustulund
- Hreint sakavottorð
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum






















