
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth stækkar í Keflavík og leitar að lágspenntum rafvirkja í teymið sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þú munt setja upp lágspennubúnað og lagnir fyrir gervigreindarklasa og öflug skjákortanet með loft- og vatnskælingu í gagnaverum okkar í Keflavík.
Áreiðanleg rafkerfi eru mikilvægur hlekkur í starfsemi gagnavera okkar og mikilvægt að uppsetning þeirra, viðhald og rekstur séu með skilvirkum og öruggum hætti.
Lágspenntir rafvirkjar hjá atNorth gera meðal annars þetta:
- Uppsetning á rafkerfum fyrir tölvur framtíðar
- Eftirlit og viðhald rafkerfa
- Tryggja öryggi og stuðla að bættu verklagi
- Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
- Önnur verkefni í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
Þú þarft að vera með þekkingu og reynslu af lágspennu til að koma til greina. Við kunnum að meta góða liðsfélaga sem eru áhugasamir um að læra og vaxa í heimi gagnavera og gervigreindar.
- Menntun í rafvirkjun
- Þekking og reynsla af lágspennu
- Góð færni í ensku
- Vinna vel í teymi og geta hlegið með samstarfsfólki þínu
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Umbótahugarfar, örygggisvitund og þjónustulund
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt11. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sjónarhóll 6
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
atNorth

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth

RÆSTITÆKNIR
atNorth

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

RÆSTITÆKNIR
atNorth

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðarmaður
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

TÆKNIMAÐUR MEÐ REYNSLU
atNorth
Sambærileg störf (12)

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
atNorth

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Ertu vélfræðingur og/eða með reynslu af skiparafmagni?
Tækniskólinn

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Sérfræðingur í iðntölvustýringum
Héðinn

Rafvirki
Enercon

Vélvirki eða laghentur viðgerðaraðli
Stjörnugrís hf.

Vélvirki/rafvirki hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi