
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Sérfræðingur í iðntölvustýringum
Héðinn hf. leitar að lausnamiðuðum sérfræðingi í iðntölvustýringum til að styrkja öfluga raftæknideild fyrirtækisins.
Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér forritun og gangsetningu rafkerfa fyrir ýmiss konar framleiðslu- og iðnaðarbúnað – bæði hér heima og erlendis. Verkefnin eru spennandi og krefjandi og fela í sér náið samstarf við viðskiptavini, sem þýðir að regluleg fjarvera og sveigjanleiki eru hluti af starfinu.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill takast á við spennandi verkefni hjá framsæknu og rótgrónu fyrirtæki þar sem fagleg þjálfun og starfsþróunarmöguleikar eru í fyrirrúmi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- PLC forritun og prófanir.
- Skjámyndahönnun.
- Bilanagreiningar.
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina.
- Gagnsetning og prófanir á kerfum, bæði á Íslandi og erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. rafmagnsiðnfræði eða tæknifræði er kostur.
- Sveinspróf í rafiðngreinum er kostur.
- Reynsla af Allen Bradley iðntölvum er mikill kostur.
- Lausnamiðuð hugsun, nákvæmni og skipulagshæfni.
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Líkamsræktaraðstaða
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
- Golf- og skothermir
Auglýsing birt26. júní 2025
Umsóknarfrestur17. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiVélbúnaðarforritun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Fastus

Rafeindavirki á verkstæði
Luxor

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Vélamaður á íþróttavelli Kópavogs (afleysing í 6 mánuði)
Kópavogsbær

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Yfirvélstjóri
Hraðfrystihús Hellissands hf.

Senior forritari
Dineout ehf.

Rafvirki - Facility Maintenance Electrician
Alvotech hf

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðarmaður
atNorth

Hugbúnaðarsérfræðingur
Icelandia

Trip To Japan - Forritari
Trip To Japan