
Johan Rönning
Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.
Í dag starfa hjá félaginu yfir 125 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð, Grundartanga, á Selfossi og Akureyri. Meðalaldur starfsmanna er í kringum 44 ár og er meðalstarfsaldur þeirra hjá félaginu 9 ár.
Johan Rönning hefur 9 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins sjö ár í röð, samfleytt frá 2012 til 2018.
Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).
Fyrirtækið starfar nú undir merkjum Fagkaupa en Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Þétt byggingalausnir og Fossberg. Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn.

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning óskar eftir að ráða öflugan söluráðgjafa í höfuðstöðvar Johan Rönning, að Klettagörðum 25, Reykjavík. Reynsla af störfum við rafveitubúnað er kostur.
Söluráðgjafi veitir ráðgjöf til viðskiptavina og selur rafbúnað til fagfólks.
Um er að ræða 100% starf sem er fjölbreytt og spennandi í góðu starfsumhverfi.
Johan Rönning var stofnað árið 1933 og er í dag hluti af Fagkaupum ehf. Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn víðsvegar um landið á mismunandi starfstöðvum félagsins.
Um framtíðarstarf er að ræða og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta við viðskiptavini
- Tilboðsgerð og ráðgjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla í rafiðngreinum er skilyrði
- Þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
- Reynsla af sölustörfum er kostur
- Bílpróf
Fríðindi í starfi
- Frístundastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Öflugt félagslíf og virkt starfsmannafélag
Auglýsing birt9. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 25, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurRafeindavirkjunRafveituvirkjunRafvélavirkjunRafvirkjunRafvirkjunSölumennskaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Icewear Þingvöllum óskar eftir starfsfólki
ICEWEAR

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Ísorka óskar eftir rafvirkjum til starfa
Ísorka

Söluráðgjafi sérlausna – innihurðir og innréttingar
Byko

Viðskiptastjóri (e.senior sales success)
Linde Gas

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Sumarstarf í afgreiðslu-Ásbrú
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Ertu vélfræðingur og/eða með reynslu af skiparafmagni?
Tækniskólinn

Viðskiptastjóri
Torcargo

Söluráðgjafi Vatn og veitna á Selfossi
Vatn & veitur

BYKO Akureyri - Sölufulltrúi í hólf og gólf
Byko