Enercon
Enercon

Rafvirki

Enercon óskar eftir að ráða öfluga rafvirkja til starfa í fyrsta vindmyllugarð félagsins á Íslandi, sem staðsettur verður í Búrfelli. Við leitum að einstaklingum sem geta unnið í mikilli hæð og eru tilbúnir til að ferðast töluvert vegna starfa sinna. Þjónustubygging vindmyllugarðsins verður staðsett á Hellu. Um er að ræða einstakt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins. Ráðið er í stöðuna frá janúar 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Viðhald, skoðun og viðgerðir á raf- og vélhlutum vindmylla
  • Bilanagreining og úrbætur (rafmagns- og vélabilanir)
  • Íhlutaskipti ásamt viðhaldi á rafkerfum sem og ástandsvöktunarkerfum
  • Gerð þjónustuskýrslna og tímaskráninga í samræmi við verklagsreglur
  • Yfirsýn yfir innkaup og birgðastöðu varahluta
  • Viðhald á þjónustubifreið

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Þekking og reynsla af rafvirkjun og viðhaldi
  • Geta til að starfa í mikilli hæð og við breytileg veðurskilyrði
  • Góð öryggisvitund
  • Hæfni til að vinna í teymi, jákvæðni og metnaður
  • Almenn ökuréttindi (B-réttindi)
  • Góð íslenskunnátta í ræðu og riti
  • Grunnþekking í ensku

Um Enercon:

ENERCON er eitt af leiðandi vindorkufyrirtækjum heims. Fyrirtækið hefur, frá árinu 1984, sérhæft sig í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu við vindmyllur á landi undir slagorðinu „orka fyrir heiminn“ (e. Energy for The World). Fyrirtækið rekur framleiðslustöðvar á þremur heimsálfum og starfsemi í yfir 40 löndum og samanstendur af um 13.000 starfsmönnum víða um heim. Höfuðstöðvar Norðurlanda eru í Malmö í Svíþjóð. Enercon hefur nú gert samning við Landsvirkjun um uppbyggingu vindorkuvers við Vaðöldu.


Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Birna Dís Bergsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hella
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar