
Fastus
Fastus er sölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæðavörum og búnaði fyrir fyrirtæki og fagaðila. Höfuðstöðvarnar eru að Höfðabakka 7 í Reykjavík, þar sem öll helsta starfsemi fer fram undir einu þaki: heildverslun, skrifstofur, sýningarsalur, fageldhús, vöruhús, verkstæði og varahlutalager. Þjónustustaðir eru einnig á Akureyri og Selfossi.
Fyrirtækið veitir heildstæða þjónustu með breiðu vöruframboði, faglegri ráðgjöf, uppsetningum og viðhaldi á innfluttum tækjabúnaði.
Söludeildir eru sérhæfðar:
• Fastus heilsa þjónustar heilbrigðisgeirann með lausnum allt frá rekstrarvörum til flókins tækjabúnaðar
• Fastus lausnir þjónustar veitingastaði, hótel og fyrirtæki með borðbúnað, tæki, húsgögn og innréttingar.
• Tæknideildin, Fastus expert, sér um uppsetningu, viðgerðir, viðhald og gæðaheimsóknir.
• Innri þjónusta styður við allar deildir, m.a. í fjármálum, markaðsmálum, gæðamálum, upplýsingatækni, vörustýringu og mannauði.
Dótturfélög Fastus eru HealthCo og Frystikerfi.

Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Ert þú með reynslu af kæli- og frystbúnaði eða brennandi áhuga á faginu?
Fastus expert leitar að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi í fjölbreytt og spennandi verkefni á sviði kæli- og frystikerfa. Í starfinu felst ábyrgð á uppsetningu, viðhaldi og viðgerðum á kæli- og frystibúnaði, auk umsjónar með virkni og rekstri kerfanna.
Viðkomandi mun koma til með að starfa í fjölbreyttu og lifandi umhverfi með öflugu teymi. Um er að ræða 100% starf.
Nánari upplýsingar veitir Vésteinn Marinósson, [email protected] og Hafþór Svendsen, [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Heimsóknir og þjónusta hjá viðskiptavinum um land allt
- Samskipti við viðskiptavini og erlenda birgja
- Almenn viðhaldsvinna og þjónusta á kælikerfum og öðrum búnaði
- Uppsetning kælikerfa- og búnaðar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á kæli- og frystikerfum
- Leitað er að jákvæðum einstaklingum sem er sjálfstæðir, skipulagðir og eiga auðvelt með mannleg samskipti
- Sjálfstæði og lausnarmiðuð hugsun
- Bílpróf
- Vilji og geta til þess að sækja námskeið hjá erlendum framleiðendum
Auglýsing birt11. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BlikksmíðiLogsuðaRafeindavirkjunRafvélavirkjunRafvirkjunVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Vanur vélamaður
Landstólpi ehf

Verkstæðisformaður á Akureyrarflugvelli
Isavia Innanlandsflugvellir

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði, Reyðarfjörður
Vegagerðin

Vélamaður á Hólmavík
Vegagerðin

Tæknimaður Glans
Olís ehf

Kæli og frystikerfi. Þjónustumaður í Garðabæ
Frost

Verkstæðisstarf hjá Þór hf á Akureyri
Þór hf

Viðgerðarmaður / Mechanics
Vélafl ehf

Vélstjóri eða iðn- og tæknifólk óskast
Innnes ehf.

Bifvélavirki / Auto Mechanic
ÍSAK Bílaleiga

Vélamaður á Patreksfirði
Vegagerðin

Yfirvélstjóri
Olíudreifing - Keilir