Innnes ehf.
Innnes ehf.
Innnes ehf.

Vélstjóri eða iðn- og tæknifólk óskast

Innnes ehf óskar eftir að ráða vélstjóra, iðn- eða tæknimenntaðan einstakling til starfa í hátæknivöruhúsi félagsins.

Þessi starfsmaður ásamt teymi á rekstrarsviði Innnes ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi, viðgerðum og uppitíma búnaðar og kerfa í hátæknivöruhúsi félagsins í Korngörðum í Reykjavík.

Um er að ræða frystikerfi, kælikerfi, dokkur, útkeyrsludyr, vöruhúsakerfi, brettakrana, rafstöðvar, færibönd, lyftara, sendibíla og allan annan búnað í húsinu sem tengist rekstri vöruhússins.

Starfsmaðurinn sinnir reglulegu og fyrirbyggjandi viðhaldi og öðrum störfum sem honum eru falin. Starfsmaðurinn er einnig í samskiptum við undirverktaka.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Vélstjórnarréttindi, iðn- eða tæknimenntun

· Grunnþekking á rafmagni er kostur

· Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

· Stundvísi, frumkvæði, dugnaður og nákvæmni í vinnubrögðum

· Góð íslensku- og enskukunnátta

Utan hefðbundins vinnutíma skipta starfsmenn með sér bakvöktum.

Gildi félagsins eru gleði og fagmennska og lögð er rík áhersla á góða þjónustulund í öllum störfum.

Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Innnes. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá (CV) og kynningarbréf með rökstuðningi af hverju viðkomandi er hæfur í starfið.

Innnes starfrækir vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins og við hvetjum áhugasöm að sækja um, óháð kyni, uppruna o.s.frv. Stefna Innnes er að vera fjölskylduvænn vinnustaður og boðið er upp á ýmis fríðindi eins og heilsuræktarstyrk, samgöngustyrk, öflugt félagslíf og fleira.

Heimasíða Innnes er https://innnes.is/

Viðkomandi starfsmaður heyrir undir Rekstrarstjóra félagsins Rúnar Már Jónatansson sem veitir nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti [email protected]

Sótt er um starfið á https://jobs.50skills.com/innnes/is

Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2025.

Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Korngarðar 3, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar