Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir

Verkstæðisformaður á Akureyrarflugvelli

Við óskum eftir að ráða einstakling í stöðu verkstæðisformanns á Akureyrarflugvelli.

Vélaverkstæðið er hluti af flugvallarþjónustu á Akureyrarflugvelli þar sem unnið er að fjölbreyttum og krefjandi viðhalds- og rekstrarverkefnum í nánu samstarfi við aðra aðila flugvallarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkstýra daglegri starfsemi með hliðsjón af tímasetningum, verkefnaröðun og nýtingu tækja í samráði við vaktstjóra flugvallarþjónustu
  • Umsjón með rekstrartengdum verkefnum verkstæðisins
  • Umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum á búnaði, tækjum og bifreiðum sem notuð eru við rekstur og þjónustu flugvallarins og annarra lendingarstaða í umdæminu
  • Innkaup á búnaði og varahlutum í gegnum útboð
  • Þátttaka í snjóruðningi og hálkuvörnum á flugvallarsvæðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Meirapróf og vinnuvélapróf eru skilyrði
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu er skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta er skilyrði
  • Reynsla af verkstýringu og stjórnun er kostur
Auglýsing birt28. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Akureyrarflugvöllur, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Meirapróf BEPathCreated with Sketch.Meirapróf C
Starfsgreinar
Starfsmerkingar