atNorth
atNorth
atNorth

TÆKNIMAÐUR MEÐ REYNSLU

atNorth stækkar á Akureyri og leitar að tæknimanni með reynslu til starfa í gagnaver sitt.

Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning, eftirlit og viðhald á vélbúnaði viðskiptavina í gagnaveri atNorth
  • Þátttaka í uppfærslu verkferla og stöðugum endurbótum verkferla og vinnulags
  • Þjónusta við viðskiptavini og úrlausnir beiðna
  • Viðhalda varahlutalager á tölvubúnaði, samskipti við framleiðendur
  • Að vera tilbúinn til að öðlast þekkingu á greiningu og viðgerð flókinna AI / GPU tölvuþjóna, rekstri ofurtölva og netrekstri

atNorth leggur mikinn metnað í að mennta starfsfólk sitt og veita þjálfun í öllu sem viðkemur rekstri gagnavera.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám sem nýtist í starfi svo sem tölvuviðgerðir, gráður eða sambærilega reynslu á UT sviði
  • Haldgóð þekking og reynsla af upplýsingatækni
  • Sjálfstæði, lausnamiðað viðhorf og greinandi hugsun
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna í fjölbreyttum verkefnum
  • Framúrskarandi hæfni í samvinnu og samskiptum
  • Vilji til að læra og þróast í starfi
  • Góð enskukunnátta
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
  • Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
  • Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
  • Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
  • Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
  • Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
  • Fjarskiptapakki og símastyrkur
  • Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
  • Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndnum
Auglýsing birt2. júlí 2025
Umsóknarfrestur13. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarvellir 1
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Tölvuviðgerðir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar