
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

TÆKNIMAÐUR MEÐ REYNSLU
atNorth stækkar á Akureyri og leitar að tæknimanni með reynslu til starfa í gagnaver sitt.
Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Starfið hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, eftirlit og viðhald á vélbúnaði viðskiptavina í gagnaveri atNorth
- Þátttaka í uppfærslu verkferla og stöðugum endurbótum verkferla og vinnulags
- Þjónusta við viðskiptavini og úrlausnir beiðna
- Viðhalda varahlutalager á tölvubúnaði, samskipti við framleiðendur
- Að vera tilbúinn til að öðlast þekkingu á greiningu og viðgerð flókinna AI / GPU tölvuþjóna, rekstri ofurtölva og netrekstri
atNorth leggur mikinn metnað í að mennta starfsfólk sitt og veita þjálfun í öllu sem viðkemur rekstri gagnavera.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám sem nýtist í starfi svo sem tölvuviðgerðir, gráður eða sambærilega reynslu á UT sviði
- Haldgóð þekking og reynsla af upplýsingatækni
- Sjálfstæði, lausnamiðað viðhorf og greinandi hugsun
- Skipulagshæfni og geta til að vinna í fjölbreyttum verkefnum
- Framúrskarandi hæfni í samvinnu og samskiptum
- Vilji til að læra og þróast í starfi
- Góð enskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem þéttir hópinn
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndnum
Auglýsing birt2. júlí 2025
Umsóknarfrestur13. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðarvellir 1
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTeymisvinnaTölvuviðgerðir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
atNorth

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth

RÆSTITÆKNIR
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

RÆSTITÆKNIR
atNorth

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðarmaður
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth
Sambærileg störf (12)

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Langar þig að starfa við framkvæmdareftirlit?
EFLA hf

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Tæknimaður framleiðslukerfa BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.

Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Kennari í fagbóklegar greinar og teikningu - Byggingatækniskólinn
Tækniskólinn

Tæknimaður
BL ehf.

Tæknisvið Securitas á Austurlandi
Securitas

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás

Kennarar við Tækniskólann - raftæknigreinar
Tækniskólinn

Útibússtjóri Verkís á Austurlandi
Verkís