
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðarmaður (smiður/rafvirki/pípari)
atNorth stækkar í Keflavík og óskar eftir að ráða hæfileikaríkan og verklega sinnaðan iðnaðarmann til liðs við ört stækkandi rekstrarteymi sitt í Keflavík.
Um er að ræða framtíðarstarf í fullu starfi sem hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ertu verklega þenkjandi einstaklingur sem hefur gaman af því að leysa vandamál, bæta aðstöðu og viðhalda tæknilegum kerfum?
Þetta starf hentar þeim sem hafa reynslu úr smíðum, rafvirkjun eða almennu viðhaldi og hafa ánægju af því að tryggja að hlutir virki vel.
Þú munt sinna fjölbreyttum viðhaldsverkefnum í tæknilegu, hreinu og öryggisþenkjandi vinnuumhverfi.
- Almennt viðhald, viðgerðir og umhirða á aðstöðu gagnaversins
- Minni háttar rafmagns-, smíða- og pípulagnavinna (innan heimilda)
- Koma auga á og leysa vandamál áður en þau stækka
- Samskipti og samvinna við verktaka vegna sérhæfðra viðgerða
- Viðhald á lýsingu, innréttingum og minni uppsetningarverkefni
- Sjá um að verkfæri, efni og birgðir séu í lagi og rétt geymd
- Aðstoð við tæknilegar uppsetningar eða aðstöðutengd verkefni í tengslum við uppsetningu viðskiptavina
- Halda vinnusvæði hreinu, öruggu og í hæsta gæðaflokki
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð verkleg færni og tæknileg innsýn
- Reynsla úr smíðum, rafvirkjun eða almennri viðhaldsvinnu bygginga og aðstöðu
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og viðbragðsflýtir
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, skiplagshæfni og geta til að forgangsraða verkefnum
- Góð færni í samskiptum og samstarfi með samstarfsfólki og verktökum
- Áhugi og geta til að vinna í skipulögðu og hátæknilegu umhverfi þar sem gæði skipta máli
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt11. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sjónarhóll 6
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiNýjungagirniRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSmíðarTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth

RÆSTITÆKNIR
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

RÆSTITÆKNIR
atNorth

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðarmaður
atNorth

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

TÆKNIMAÐUR MEÐ REYNSLU
atNorth
Sambærileg störf (12)

Verkamenn | Workers
Glerverk

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax ehf

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Ertu vélfræðingur og/eða með reynslu af skiparafmagni?
Tækniskólinn

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Akureyri: Söluráðgjafi í fagsölu
Húsasmiðjan