
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Akureyri: Söluráðgjafi í fagsölu
Við getum bætt við okkur kraftmiklum aðila í starf söluráðgjafa í fagsölu Húsasmiðjunnar á Akureyri. Um er að ræða spennandi starf og glæsilegri verslun þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar.
Megin hlutverk sölufulltrúa í fagsölu er ráðgjöf og þjónusta til fagaðila í góðri samvinnu við annað starfsfólk í fagsöluteyminu. Sölufulltrúi aflar og viðheldur tengslum og viðskiptum við verktaka og aðra fagaðila, sér um tilboðsgerð og er í samskiptum við birgja.Við leitum að drífandi einstaklingi með jákvætt hugarfar sem hefur metnað og áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun s.s. tækni- eða iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er mikill kostur
- Þekking á byggingamarkaðnum er kostur
- Brennandi áhugi og reynsla af sölu og þjónustu
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku
- Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla
- Aðgangur að orlofshúsum
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur
- Afsláttarkjör í verslunum okkar
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur30. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Freyjunes 1, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
MetnaðurSölumennskaTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Assistant in production and installation
Steinprýði ehf

Þjónustufulltrúi
Petmark ehf

Apótekarinn Akureyri (Hrísalundur)
Apótekarinn

Fullt starf í verslun - Framtíðarstarf
Zara Smáralind

Viltu vinna í líflegu og jákvæðu umhverfi með góðu teymi?
Polarn O. Pyret

Efnisveitan - leiðtogi í framlínu
EFNISVEITAN ehf.

Sölumenn í húsgagna- og dýnudeild - Selfoss
JYSK

Þjónusta í apóteki - Bíldshöfði
Apótekarinn

Söluráðgjafi rafbúnaðar Johan Rönning í Reykjanesbæ
Johan Rönning

Við leitum að starfsfólki í hlutastarf - ELKO Akureyri
ELKO

Vaktstjóri í verslun The North Face á Hafnartorgi
TNF Ísland ehf

Söluráðgjafi hjá Brimborg Akureyri
Brimborg