
Arnarlax ehf
Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með aðalstarfsemi á Vestfjörðum og með höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið er að fullu lóðrétt samþætt með alla þætti virðiskeðjunnar á sinni hendi, þar með talið seiðaframleiðslu, eldi, vinnslu og sölu.
Arnarlax teymið samanstendur nú af um 180 hæfu fólki á öllum stigum virðiskeðjunnar. Hjá okkur starfar einvala hópur fólks af öllum kynjum og ýmsum þjóðernum sem vinna saman að framleiðslu fyrsta flokks lax til viðskiptavina um allan heim.
Við erum með starfsemi í 5 mismunandi sveitarfélögum með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Reykjavík og með seiðaframleiðslu á Tálknafirði, Þorlákshöfn og Hallkelshólum.
Arnarlax er jafnlaunavottað fyrirtæki.
Arnarlax hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starf, óháð kyni og þjóðernisuppruna.

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax leitar eftir öflugum og metnaðarfullum aðila til þess að leiða sjó-tæknideild Arnarlax á vestfjörðum. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi.
Leitað er að samviskusömum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga og metnað fyrir að ná árangri og vinna með öflugum árangurs drifnum hópi í einu mest spennandi fyrirtæki landsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða sjó-tæknideild Arnarlax
- Ber ábyrgð á þjónustu og viðhaldi á búnaði í sjódeild Arnarlax, þar á meðal báta, pramma, og sjókvía
- Skipulagning og eftirfylgni með fyrirbyggjandi viðhaldi í sjódeild
- Samskipti við birgja og verktaka vegna innkaupa, uppsetningu og þjónustu á búnaði
- Ábyrgð á innkaupum véla, tækja og varahluta
- Tryggja að tæknistaðlar og gæðaeftirlit séu uppfylltir
- Önnur tilfallandi verkefni í viðhaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla úr viðhaldsumhverfi er skilyrði
- Iðnmenntun, t.d. vélvirkjun, rafvirkjun eða sambærilegt er mikill kostur
- Reynsla í verkefnastjórnun og fjárhagsáætlunargerð er kostur
- Góð tölvukunnátta er skilyrði
- Góð íslensku og enskukunnátta er skilyrði
- Þekking á reglugerðum, öryggis- og gæðakerfum er kostur
- Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og árangursmiðað hugarfar
- Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi
Fríðindi í starfi
- Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
- Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
- Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
Auglýsing birt11. júlí 2025
Umsóknarfrestur27. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Strandgata 1, 465 Bíldudalur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Þekkir þú kæli- og frystibúnað?
Fastus

Fjölhæfur og úrræðagóður iðnaðamaður
atNorth

Tengdu þig við okkur - rafvirki á Hvolsvelli
Rarik ohf.

LÁGSPENNTUR RAFVIRKI
atNorth

VÉLSTJÓRI/ VÉLVIRKI/ FLUGVIRKI
atNorth

Yfirvélstjóri
Hraðfrystihús Hellissands hf.

Sölumaður í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf

Tæknimaður framleiðslukerfa BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.