Arnarlax ehf
Arnarlax ehf
Arnarlax ehf

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax

Arnarlax leitar eftir öflugum og metnaðarfullum aðila til þess að leiða sjó-tæknideild Arnarlax á vestfjörðum. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi.

Leitað er að samviskusömum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga og metnað fyrir að ná árangri og vinna með öflugum árangurs drifnum hópi í einu mest spennandi fyrirtæki landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða sjó-tæknideild Arnarlax
  • Ber ábyrgð á þjónustu og viðhaldi á búnaði í sjódeild Arnarlax, þar á meðal báta, pramma, og sjókvía
  • Skipulagning og eftirfylgni með fyrirbyggjandi viðhaldi í sjódeild
  • Samskipti við birgja og verktaka vegna innkaupa, uppsetningu og þjónustu á búnaði
  • Ábyrgð á innkaupum véla, tækja og varahluta
  • Tryggja að tæknistaðlar og gæðaeftirlit séu uppfylltir
  • Önnur tilfallandi verkefni í viðhaldi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla úr viðhaldsumhverfi er skilyrði
  • Iðnmenntun, t.d. vélvirkjun, rafvirkjun eða sambærilegt er mikill kostur
  • Reynsla í verkefnastjórnun og fjárhagsáætlunargerð er kostur
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði
  • Góð íslensku og enskukunnátta er skilyrði
  • Þekking á reglugerðum, öryggis- og gæðakerfum er kostur
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og árangursmiðað hugarfar
  • Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi
Fríðindi í starfi
  • Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
  • Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
  • Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
Auglýsing birt11. júlí 2025
Umsóknarfrestur27. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Strandgata 1, 465 Bíldudalur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar