
atNorth
atNorth hefur frá 2009 verið brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Meðal viðskiptavina atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í fjölmörgum greinum, svo sem við rannsóknir, í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði og veðurfræði, sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Með staðsetningu gagnavera atNorth á Norðurlöndunum getur fyrirtækið nýtt umhverfisaðstæður svo sem loftslag og nýtingu hita sem myndast í gagnaverunum til að ná fram betri orkunýtingu en þekkist annars staðar við rekstur gagnavera, ásamt því að knýja gagnaverin með endurnýjanlegri orku. Hringrásarhagkerfið sem byggir á grunni endurnýjanlegrar orku og hagkvæmrar orkunýtingar er haft að leiðarljósi við hönnun gagnavera atNorth.
Höfuðstöðvar atNorth eru í Reykjavík, en fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á heimasíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

VERKEFNASTJÓRI - INNLEIÐING VIÐSKIPTAVINA
atNorth er að stækka starfsemi sína á Akureyri og leitar að kraftmiklum reynslubolta í starf verkefnastjóra við innleiðingu viðskiptavina.
Verkefnastjóri verður aðaltengiliður viðskiptavina meðan innleiðing fer fram, þ.e. þegar búnaður og aðstaða eru sett upp í upphafi þjónustunnar. Hann sér um að samræma, stýra afhendingu og þjónustu til viðskiptavina.
Um er að ræða framtíðarstarf í fullu starfi sem hentar öllum kynjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring þegar nýr viðskipavinur/verkefni kemur inn í gagnaver atNorth
- Áætlanagerð og áhættustýring
- Samskipti við viðskiptavini í gegnum innleiðingarferlið
- Samstarf og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila meðan á innleiðingu stendur
- Tryggja að unnið sé í samræmi við samninga
- Úttektir, eftirfylgni og skýrslugerð
- Vinna þvert með öðrum innleiðarstjórum í öðrum gagnaverum atNorth á Norðurlöndunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Verkefnastjórnunarvottun (t.d. PRINCE2®, PMP® eða sambærilegt) er kostur
- 5+ ára reynsla
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Leiðtogahæfni og haldbær reynsla af stjórnun í umfangsmiklum og flóknum verkefnum
- Sterk færni í skjölun og notkun verkefnastjórnunarverkfærA
- Reiðbrennandi enska, bæði skrifleg og töluð
- Nákvæm vinnubrögð og gott skipulag
Fríðindi í starfi
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
- Tækifæri til þess að ferðast og kynnast öðrum gagnaverum okkar á Norðurlöndunum
Auglýsing birt8. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðarvellir 1
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHugmyndaauðgiMannleg samskiptiNýjungagirniPípulagningarRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSmíðarTeymisvinnaVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Fyrirliði fyrirtækjasölu
Nova

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Sölu og markaðsstjóri
Brasa

Project Analyst
Borealis Data Center ehf.

Gæða- og mannauðsstjóri
Fóðurblandan hf.

Þjónustustjóri
Hreyfing

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin

Verkefnastjóri
Eimur

Forstöðumaður ferðaþjónustu
Golfskálinn

FERÐASKRIFSTOFA - Utanlandsferðir
Ferðaland