
Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.

Vélstjóri
Við leitum að lausnamiðuðum vélstjóra til viðhalds- og eftirlitsstarfa með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins. Jarðsjávarkerfið er mikilvægt grunnkerfi fyrirtækisins og því er um að ræða spennandi og krefjandi starf á fasteignasviði Bláa Lónsins.
Helstu verkefni
-
Viðhald og eftirlit með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins
-
Önnur tilfallandi verkefni á fasteignasviði
Hæfniskröfur
-
Sveinsbréf og/eða meistarabréf í vélstjórn
-
Reynsla af sambærilegum viðhaldsverkefnum er kostur
-
Góð samskipta- og samstarfshæfni
-
Frumkvæði að úrbótum
-
Þjónustulund og jákvæðni
-
Áreiðanleiki og stundvísi
-
Fagmannleg og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2025.
Nánari upplýsingar veitir Matthías Ásgeirsson, forstöðumaður fasteignareksturs og viðhalds, í netfangið [email protected].
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður og er lögð rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur fjölbreyttra fríðinda í starfi; aðgang að gæðamötuneyti, styrki til líkamsræktar, aðgang að Bláa Lóninu og ýmsa afslætti af vörum og þjónustu félagsins. Einnig býðst starfsfólki reglulega að nýta ýmis tilboð hjá samstarfsaðilum okkar.
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Bifvélavirkjar /Vélvirkjar /Mechanics /Car painters
Vélrás

Vélamaður í lyfjapökkun/Packaging Mechanic
Coripharma ehf.

Poszukujemy wykwalifikowanych mechaników samochodowych.
Landfari ehf.

Starfsmaður á vagnaverkstæði
Landfari ehf.

Vélviki / sölumaður MD Vélar ehf
MD Vélar ehf

Pracownik warsztatu naczep oraz wind do kontenerów.
Landfari ehf.

Óskum eftir færum bifvélavirkjum
Landfari ehf.

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Production Technician
Teledyne Gavia ehf.

Vélamaður í flokkunarstöð
Terra hf.

Vélvirki / Suðumaður í framleiðsludeild.
RST Net

Starfsmaður á verkstæði
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk