RST Net
RST Net
RST Net

Vélvirki / Suðumaður í framleiðsludeild.

VERTO dreifispennar

VERTO framleiðir dreifispenna í ýmsum stærðum. Framleiðslan felur í sér samsetningu á stáli, þar á meðal suðu og almenna stálvinnu, auk samsetningar á íhlutum eins og kjarna, há- og lágspennugegnumtökum, rofum og öðrum tengdum íhlutum. Einnig eru gerðar mælingar til að tryggja gæði vörunnar.

VERTO smíði

VERTO er einnig smíðaverkstæði þar sem unnið er með alls kyns stál- og vélaverkefni sem hönnuð eru innanhúss og smíðuð á staðnum. Við vinnum aðallega með svart stál, en stundum einnig með ryðfrítt stál og ál. Verkstæðið er vel útbúið með tilheyrandi vélum og búnaði, þar á meðal suðuróbóta.

Áhugasömum af öllum kynjum er bent á að sækja um hér á Alfred.is eða á www.rst.is undir Starfsumsóknir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Við leitum að einstaklingi til að taka að sér umsjón og verkefni tengd VERTO. Einstaklingurinn mun vinna í nánu samstarfi við framleiðslustjóra og verkstjóra. 

Verið er að vinna að því að byggja upp starfsemina með auknum verkefnum og fleiri starfsmönnum og mun viðkomandi einnig koma að þeirri þróun.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vélvirkjamenntun eða sambærilegt
  • Reynsla af stálvinnu og suðu
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
Fríðindi í starfi
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Góð vinnuaðstaða
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Hleðslustöðvar fyrir starfsfólk
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Álfhella 6, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stálsmíði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar