Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk

Starfsmaður á verkstæði

Okkur vantar öflugan og jákvæðan starfskraft á verkstæðið okkar.

Verkefnin á verkstæðinu eru fjölbreytt, þar er sinnt viðhaldi og flestum viðgerðum á búnaði og vélum verksmiðjunnar, hvort sem það er vélbúnaður, vinnuvélar eða slátturprammar verksmiðjunnar.

  • Við leitum að starfsmanni með reynslu og þekkingu sem nýtist í starfi. Menntun er kostur en ekki skylda.
  • Einnig þurfa starfsmenn að hafa góða öryggisvitund og vera viljugur að taka þátt í því öryggisstarfi sem fer fram í Þörungaverksmiðjunni.

Fyrirtækið
Þörungaverksmiðjan er 50 ára rótgróið fyrirtæki sem sækir þang og þara í Breiðafjörð allan ársins hring. Verksmiðjan gengur allan sólahringinn og framleiðir úrvals mjög í þangi og þara sem er selt út um allan heim. Öryggis og umhverfismál eru mikilvæg í starfi verksmiðjunnar. Í dag starfa um 20 manns í fjölbreyttum störfum við verksmiðjuna.

Reykhólar er þorp við norðanverðan Breiðafjörð, á svæðinu er leik- og grunnskóli, sundlaug, verslun og veitingastaður.


Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starf í góðu og öruggu vinnuumhverfi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum.


Við getum aðstoðað við leit að húsnæði á svæðinu. Einnig bendum við á að það eru fjölmörg önnur störf laus á svæðinu, upplýsingar um það er hægt að finna á https://www.reykholar.is/is/moya/extras/laus-storf/

Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Karlsey verksmiðjuh 139663, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar