
Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.

Ræstingar í Urriðaholti
Bláa Lónið leitar eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstakling til starfa í dagræstingum í nýju skrifstofuhúsnæði í Urriðaholti. Unnið er sjálfstætt og starfið felst í almennum þrifum á skrifstofum og sameiginlegum rýmum. Starfið felur einnig í sér að halda umhverfi hreinu og snyrtilegu
Um að ræða fullt starf og hefðbundin vinnutími er frá 8-16 virka daga.
Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 25 ára aldri og geti byrjað sem fyrst.
Hæfniskröfur:
- Íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Reynsla af ræstingum og þrifum
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- frumkvæði
- Samviskusemi
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður og er lögð rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda.
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars.
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur12. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Fjölbreytt sumarstörf / Various summer jobs
Íslandshótel

Spennandi sumarstarf í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarfsmaður í í hjarta miðbæjarins
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Ræstingar / Cleaning
Skógasafn

Tjaldverðir Akureyri/ Campwarden Akureyri
Hamrar, útilífsmiðstöð skáta Akureyri

Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær

Spennandi starf við ræstingar á Akureyri
Hreint ehf

Sumarstarf - félagsleg stuðningsþjónusta
Sveitarfélagið Árborg

Laus staða vallarstjóra
Íþróttafélagið Leiknir Reykjavík

Housekeeping manager / Senior Housekeeper
Hótel Dyrhólaey