

Bílstjóri í vörumóttöku
Bláa Lónið leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna starfi bílstjóra í vörumóttöku á veitingasviði.
Í starfinu felst meðal annars útkeyrsla, móttaka og afgreiðsla á vörum og aðföngum, halda lagersvæði hreinu og öruggu, tryggja að rými séu nýtt sem best og önnur tilfallandi störf sem tilheyra vörumóttökunni.
Hæfniskröfur:
- Þjónustulund og jákvæðni
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Gilt ökuskírteini
- Íslenska skilyrði
- Góð enskukunnátta
Um er að ræða framtíðarstarf og er það kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Vinnutími er hefðbundinn dagvinnutími.
Æskilegt að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars, 2025.
Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur ýmissa fríðinda í starfi. Þar má nefna gæðamötuneyti, líkamsræktarstyrki, aðgang að Bláa Lóninu og ýmsa afslætti af vörum og þjónustu félagsins. Einnig býðst starfsfólki reglulega að nýta ýmis tilboð hjá samstarfsaðilum okkar.













