Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Starfsmaður í dagþjálfun - Laugarás

Hrafnista Laugarás óskar eftir að ráða öflugan einstakling í 90% starf í dagþjálfun.

Dagþjálfun sér um að þjónusta einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og er meginmarkmið í starfsemi deildarinnar að rjúfa einangrun skjólstæðinga sinna sem og að efla þá í að taka þátt í daglegum athöfnum, þjálfa hug og hönd eins og geta hvers og eins býður.

Áhersla er lögð á að gera einstaklingnum kleift að búa heima og viðhalda sjálfsbjargargetu með því að bjóða upp á örvandi og hvetjandi starfssemi.

Í dagþjálfun starfar öflugur hópur með fjölbreytta reynslu þar sem rík áhersla er lögð á uppbyggilegt samstarf og jákvæðan starfsanda. Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.

Ákjósanlegt væri að viðkomandi gæti hafið störf um mánaðamót ágúst/september.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styðja, leiðbeina og hvetja skjólstæðinga í leik og starfi
  • Samskipti við fjölskyldur skjólstæðinga
  • Taka þátt í utanumhaldi á félagsstarfi, sbr. upplestri, föndri, leikfimi o.þh.
  • Aðstoða við persónulegt hreinlæti
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Reynsla á sambærilegu starfi kostur
  • Kostur ef viðkomandi er með reynslu í myndlist, handavinnu og/eða tónlist.
Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing stofnuð21. júní 2024
Umsóknarfrestur1. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Brúnavegur 13, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar