NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Aðstoðarfólk óskast í Garðabæ

Skemmtilegt aðstoðarfólk óskast

Ég er 30 ára ungur maður, búsettur í Garðabæ, sem leitar að aðstoðarfólki til starfa í NPA þjónustu. Ég er hreyfihamlaður og nota hjólastól. Áhugamálin mín eru meðal annars tölvuleikir, kvikmyndir, tónlist, fiskar og norræn goðafræði.

Ég er að leita að hressu og skemmtilegu starfsfólki, á aldrinum 20-40 ára. Ef þú ert opin, getur tekið leiðsögn og átt auðvelt með mannleg samskipti þá er ég að leita að þér.

Ég er að leita að aðstoðarfólki í afleysingar. Starfið hentar því vel þeim sem starfa þegar hjá verkstjórnanda í NPA, eða í svipuðu umönnunarstarfi, og vilja auka við sig vinnu. Unnið er 12 tíma vaktir, kl. 09-21 eða kl. 21-09.

Í júlí vantar okkur sérstaklega starfsmann á eftirfarandi vaktir:

2.7 kl. 09-21

6.7 kl. 09-21

6.7 kl 21-09

Von er á að fleiri vaktir verði í boði frá og með ágúst mánuði.

Í starfinu felst aðstoð við persónulegt hreinlæti, þrif, eldamennsku og almennt heimilishald, aðstoð við innkaup, fara út að ganga með hundana og ýmislegt skemmtilegt eins og að þræða verslanir Nexus, fara í bíó, út að borða eða allt það sem ég tek mér fyrir hendur hverju sinni. Ef ég er í innlögn á spítala, fer vaktin fram þar.

Sett eru skilyrði um að viðkomandi sé með hreint sakavottorð og með bílpróf. Einnig að viðkomandi tali íslensku eða ensku. Umsækjendur þurfa vera opin fyrir dýrum þar sem hundar og fiskar búa á heimilinu.

Starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og NPA sem má kynna sér á www.npa.is.

Laun eru skv. samningi NPA miðstöðvar við Eflingu.

Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur10. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar