Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Starfsmaður í Sértæka heimaþjónustu

Um er að ræða 80-100% vaktavinnustarf í Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta unnið á bæði dag- og kvöld/næturvöktum.
Aðstoðarfólk þarf að hafa hreint sakavottorð, reyklaust, bílpróf er nauðsynlegt, tala íslensku eða ensku, vera hraust, þolinmótt, sveigjanlegt og opið fyrir nýrri reynslu. Einnig er nauðsynlegt að aðstoðarfólk geti sýnt frumkvæði í starfi og stundvísi er mikilvæg.
Þjónustan er fyrir notendur sem þurfa umtalsverða aðstoð í daglegu lífi á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felst í því að veita einstaklingsmiðaða aðstoð, þar með talið aðhlynningar, stuðning við heimilishald og félagslega liðveislu.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Aðhlynningar
  • Almenn heimilisstörf og aðrar athafnir daglegs lífs
  • Efla félagslega virkni notenda þjónustunnar
  • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Almenn menntun
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð Íslenskukunnátta
  • Bílpróf
  • Framtakssemi og jákvæðni
Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hörðukór 10, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar