NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

NPA aðstoðarfólk óskast á Selfoss

Óskum eftir NPA aðstoðarfólki fyrir 11 ára gamlan dreng sem þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hress og yndislegur drengur sem þarf alúð og aðstoð bæði daga og nætur. Leitum að duglegum og góðum einstaklingum sem treysta sér til að sinna dag-, helgar- og kvöldvöktum, jafnvel næturvaktir með haustinu.

Erum búsett á Selfossi.

Endanlegt vaktafyrirkomulag liggur ekki fyrir og getur fyrirkomulag vakta orðið samkomulag við aðstoðarfólk, eftir því sem hægt er.

Íslenskukunnátta er skilyrði og eins þarf umsækjandi að vera líkamlega hraust/ur. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi bílpróf. Gott er að umsækjandi hafi reynslu af að starfa með fólki með fatlanir en þó er það ekki skilyrði.

Starfið byggir á NPA hugmyndafræði (notendastýrð persónuleg aðstoð). Nánar má lesa um hugmyndafræðina hér: Hugmyndafræðin - NPA miðstöðin. En þó er hér um að ræða barn sem býr hjá foreldrum sínum og því mikilvægt að umsækjendur skilji og beri virðingu fyrir friðhelgi heimilislífsins.

Við fjölskyldan erum að stíga okkar fyrstu skref á NPA vegferðinni og leitum að hressum og kátum einstaklingum sem auðga kærleiksríkt umhverfi fyrir dásamlegan dreng.

Um ráðningu gildir Kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar, Eflingar og SGS. NPA miðstöðin er umsýsluaðili NPA samningsins og sér meðal annars um launagreiðslur og ráðningarsamninga. Foreldrar drengsins sjá um starfsviðtöl og hægt er að nálgast nánari upplýsingar um starfið í síma 895-9515.

Bæði heilt starf og hlutastörf í boði. Störf laus frá og með 1. júlí.

Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Selfoss upprunaland , 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar