Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Hjúkrunarfræðingur hlutastarf - Hraunvangur

Vilt þú vinna með okkur að því markmiði að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða?
Ert þú hjúkrunarfræðingur eða hjúkrunarfræðinemi í leit að nýju starfstækifæri og vilt vinna á fjölskylduvænum vinnustað þar sem stuðlað er að þróun starfsfólks?
Hrafnista Hraunvangi óskar eftir að ráða til sín hjúkrunarfræðinga í 20-50% störf. Einnig kemur til greina að ráða hjúkrunarnema sem lokið hefur 2. ári. Um er að ræða vaktir þriðju hverju helgi auk möguleika á kvöldvöktum í miðri viku ef viðkomandi hefur áhuga á því.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan september.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag á störfum starfsfólks í samræmi við þarfir þjónustuþega
  • Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar
  • Ráðgjöf og fræðsla til þjónustuþega og aðstandenda
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi / eða lokið 2. ári í hjúkrun.
  • Faglegur metnaður
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð yfirsýn og skipulagshæfni
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur með strætó
  • Stuðningur til framþróunar í formi leyfa á launum og námstyrkja
  • Við bjóðum upp á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur29. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hraunvangur 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.Metnaður
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar