Festa lífeyrissjóður
Festa lífeyrissjóður

Sérfræðingur í greiningum og áhættueftirliti

Festa lífeyrissjóður leitar að jákvæðri, metnaðarfullri og áhugasamri manneskju í starf sérfræðings í greiningu og áhættueftirliti. Um er að ræða afar áhugavert og fjölbreytt starf sem hentar einstaklingi með brennandi áhuga á fjármálamarkaði, gagnavinnslu og tölfræði. Hjá Festa lífeyrissjóði eru 17 starfsmenn en aðalskrifstofa sjóðsins er í Reykjanesbæ. Sérfræðingur heyrir undir forstöðumann áhættueftirlits Festu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greiningar og tölfræðileg úrvinnsla vegna áhættumælinga og eftirlits
  • Aðkoma að mótun og þróun skjalfestra innri ferla vegna áhættueftirlits
  • Aðkoma að skýrslugjöf til framkvæmdastjóra, stjórnar og opinberra aðila
  • Þátttaka í mótun áhættustefnu og fjárfestingarstefnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám sem nýtist í starfi, s.s. hagfræði, verkfræði, viðskiptafræði
  • Mjög góð tölvukunnátta skilyrði
  • Reynsla af tölfræðilegum greiningum kostur
  • Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt18. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Krossmóar 4a
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar