Fageftirlit rafbúnaðar
Viltu taka þátt í að byggja upp raforkuflutningskerfi framtíðarinnar?
Við hjá Landsnet leitum að kraftmiklum sérfræðingi í fageftirlit rafbúnaðar til að bætast í teymi sem vinnur að stórum uppbyggingarverkefnum á flutningskerfi raforku um land allt. Þetta er tækifæri til að taka þátt í framkvæmdum frá upphafi til enda og móta framtíðina með okkur!
Um starfið
Þú munt sinna faglegu verkeftirliti með nýframkvæmdum á flutningsvirkjum, þar á meðal tengivirkjum, jarðstrengjum og háspennulínum. Verkefnin fela einnig í sér móttökueftirlit með efnisafhendingu, þátttöku í áætlanagerð og hönnun, sem og faglegan stuðning við verkeftirlit og verktaka. Þetta er fjölbreytt starf þar sem þú kemur að öllum þáttum verkefna frá undirbúningi til framkvæmda.
Við leitum að einstaklingi sem:
- Hefur menntun á rafmagnssviði, háskólamenntun er kostur
- Þekking á flutningskerfi eða dreifikerfi raforku er kostur
- Hefur framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni.
- Býr yfir frumkvæði, metnaði og sjálfstæði í starfi.
- Hefur jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf.
Við bjóðum þér:
- Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og margt fleira.
- Stöðuga þjálfun og fræðslu til starfsþróunar.
- Tækifæri til að vinna við verkefni sem skipta máli fyrir samfélagið!