Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis

Framtíðin er rafmögnuð!

Við hjá Landsnet leitum að sérfræðingi í stjórnun flutningskerfis til að ganga til liðs við okkur! Í starfinu muntu hafa beina stjórn á raforkukerfi landsins og vinna með frábæru teymi sérfræðinga sem tryggja stöðugan og áreiðanlegan raforkuflutning í rauntíma.

Um starfið

Þú munt sjá um rauntímastýringu raforkukerfisins, stjórnun viðhaldsaðgerða og viðbrögð við truflunum. Þetta er vaktavinna, þar sem teymið okkar tryggir rekstur kerfisins allan sólarhringinn. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi verkefni, mikla þjálfun og stuðning við starfsþróun.

Við leitum að einstaklingi sem

  • Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði eða tæknifræði
  • Er lausnamiðaður og góður teymisfélagi.
  • Er með frumkvæði, skipulagshæfileika og áhuga á raforkukerfum.
  • Býr yfir góðri hæfni í íslensku og ensku.

Við bjóðum þér

  • Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og margt fleira.
  • Stöðuga þjálfun og fræðslu til starfsþróunar.
  • Starf sem skiptir máli fyrir samfélagið!
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar