Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur í stafrænni þróun flutningskerfis raforku

Viltu móta raforkukerfi framtíðarinnar?

Við hjá Landsnet leitum að sérfræðingi í stafrænni þróun flutningskerfis raforku til að ganga til liðs við okkur!

Í starfinu muntu vinna að innleiðingu nýjustu tæknilausna og þróun á stjórn- og varnarbúnaði raforkukerfisins ásamt frábæru teymi sérfræðinga sem leggja áherslu á nýsköpun og sjálfvirknivæðingu.

Um starfið

Þú munt sjá um þróun og innleiðingu á nýrri tækni í stjórn- og varnarbúnaði, auk sjálfvirkni- og snjallnetsvæðingar. Verkefnin fela einnig í sér stjórnun á gögnum og upplýsingum, fjarskiptatækni og rekstur stjórn- og varnarbúnaðar. Starfið er fjölbreytt og krefjandi með mikilli áherslu á nýsköpun og stöðuga þróun.

Sjá einnig skemmtilegt myndband um snjallvæðingu orkukerfisins hér.

Við leitum að einstaklingi sem

  • Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði eða tæknifræði.
  • Býr yfir mikilli tölvukunnáttu; þekking á forritun og netsamskiptum er kostur.
  • Hefur þekkingu á stjórn- og varnarbúnaði.
  • Er lausnamiðaður og góður teymisfélagi með frumkvæði og skipulagshæfileika.
  • Marktæk reynsla af svipuðu starfi er kostur

Við bjóðum þér

  • Skemmtilegt og sveigjanlegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og margt fleira.
  • Stöðuga þjálfun og fræðslu til starfsþróunar.
  • Starf sem skiptir máli fyrir samfélagið!
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Miðási 7
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Rangárvöllum
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar