Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Bókari

Bláa Lónið hf. leitar að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í stöðu bókara á starfsstöð félagsins í Urriðaholti Garðabæ. Staðan er hluti af teymi á fjármálasviði sem hefur umsjón með daglegum bókunum kostnaðarreikninga fyrir Bláa Lónið hf. og önnur félög innan samteypunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Bókari vinnur við daglega bókun á kostnaðarreikningum félagsins. Hann sér um að halda bókhald í samræmi við lög, ferla og almennar reikningsskilavenjur, afstemmingu á lánardrottnum, fjárhagslyklum o.fl. Eftirfylgni með samþykktum reikninga og önnur almenn bókhaldsstörf.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af bókhaldsstörfum og/eða viðurkenndur bókari
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð þekking á notkun Business Central er kostur
  • Nákvæm og vönduð vinnubrögð
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt19. október 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar