Norræna húsið
Norræna húsið

Verkefnastjóri fyrir skrifstofu Info Norden á Ísland

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa í lifandi alþjóðlegu umhverfi og hæfileika til að miðla margvíslegum upplýsingum innan Norðurlandanna? Þá hvetjum við þig til að sækja um starf verkefnastjóra Info Norden á Íslandi hjá Norræna húsinu. Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2025.

Um Info Norden og helstu verkefni

Info Norden, sem er starfrækt í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum, er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar sem er ætlað að auðvelda hreyfanleika íbúa innan Norðurlanda. Info Norden veitir upplýsingar til íbúa tengdar flutningi innan Norðurlandanna, s.s. í tengslum við starf og nám ásamt því að vera tengiliður milli Norðurlandanna, og sinna upplýsingagjöf á Internetinu og í gegnum persónulega ráðgjöf á sænsku, dönsku, finnsku, norsku, íslensku og ensku.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Framsetning og vinnsla upplýsinga á Internetið ásamt persónulegri ráðgjöf.
  •  Greining á hindrunum milli landamæra, sem felur meðal annars í sér að tilkynna mögulegar hindranir til skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og aðstoða við úrbætur.
  • Byggja upp og viðhalda góðu tengslaneti sérfróðra yfirvalda, fyrst og fremst á sviði skatta, almannatrygginga, vinnumarkaðar, háskólanáms og annarra viðeigandi aðila.
  • Kynna og markaðsetja starfsemi Info Norden.
  • Tilfallandi verkefni sem stuðla að vexti og jákvæðri þróun upplýsingaskrifstofu Info Norden.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Haldbær reynsla af að vinna með og greina upplýsingar sem og að miðla upplýsingum í flóknu umhverfi.
  • Haldbær reynsla af norrænu og/eða alþjóðlegu samstarfi, og kostur að hafa reynslu af vinnu sem tengist hreyfanleika fólks milli landamæra.
  • Líður vel að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
  • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun ásamt stafrænni upplýsingavinnu.
  • Á gott með samstarf við ólíka einstaklinga og styður lifandi vinnustaðamenningu.
  • Er samvinnufús, duglegur og líður vel í annasömu starfsumhverfi.

Það er krafa að umsækjendur hafi ríkisborgararétt í einu af Norðurlöndunum. Þá er mikilvægt að kunna íslensku, ásamt að hafa færni í a.m.k. einu af skandinavísku tungumálunum (sænsku, dönsku eða norsku) og hafa gott vald á ensku í töluðu og rituðu máli.

Auglýsing birt21. október 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
SænskaSænskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
DanskaDanskaMeðalhæfni
NorskaNorskaMeðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 11, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar