Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Teymisstjóri - vaktstöð Vegagerðarinnar í Garðabæ

Hefur þú reynslu af því að leiða teymi, vinna að stöðugum umbótum og með metnað til að veita góða þjónustu?

Við leitum að drífandi og lausnarmiðuðum teymisstjóra til styðja við og stýra teymi vaktstjóra á vaktstöð Vegagerðarinnar. Á vaktstöð starfa 22 vaktstjórar sem staðsettir eru á tveimur starfstöðum, í Garðabæ og á Ísafirði. Leitað er eftir teymisstjóra sem öllu jafna er staðsettur á starfsstöðinni í Garðabæ en jafnframt starfar reglulega á Ísafirði.

Vaktstöð Vegagerðarinnar starfar allan sólarhringinn allt árið um kring. Þar fer fram vöktun á veðri og færð, vöktun á ástandi vega og vegbúnaðar, boðun viðbragðsaðila, samræmingu aðgerða og miðlun upplýsinga.

Teymisstjórar vinna þétt saman ásamt vaktstjórum vaktstöðva, mikilvægt er að vera vel skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum ásamt því að búa yfir framúrskarandi samskipta - og samstarfshæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun teymis og úthlutun verkefna
  • Sér um vaktaskipulag og mönnun vaktstöðvar
  • Þátttaka í daglegum aðgerðum vaktstöðvar og sérverkefnum á álagstímum 
  • Fræðsla og framþróun teymis
  • Stöðugar umbætur og framþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af því að vinna í og leiða teymi
  • Háskólamenntun, verkefnastjórnun eða sambærilegt  æskileg
  • Skipulagshæfni, sveigjanleiki og mikil þjónustulund
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð  tölvufærni og færni til að vinna með tölulegar upplýsingar
  • Góð kunnátta á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt18. október 2024
Umsóknarfrestur4. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar