Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sérfræðingur í siglingum

Vegagerðin ber ábyrgð á málefnum siglingaöryggis, leiðsögu siglinga og rekstri siglingamerkja. Vegagerðin ber einnig faglega ábyrg fyrir Vaktstöð siglinga.

Vegagerðin rekur leiðsögubúnað siglinga sem eru samsett af radarvörum, vitum, baujum og öðrum siglingamerkjum. Neyðarlínan rekur önnur siglingakerfi í gegnum samning við Vegagerðina um Vaktstöð siglinga. Vegagerðin veitir ráðgjöf fyrir hafnir landsins varðandi siglingamerki tengt höfnum.

Starfsstöðin getur verið í Garðabæ eða á Akureyri.

Vegagerðin ber ábyrgð á rýni á öryggi siglingaleiða og endurskoðun á leiðsögu fyrir siglingarleiðir. Auk þess kemur Vegagerðin að gerð og samþykkis áhættumat siglinga auk samstarfsaðila.

Vegagerðin leitar að sérfræðingi til að stýra verkefnum tengd siglingum og siglingaöryggi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastýra og vinna í verkefnum sem unnin eru með samstarfsaðilum og innan Vegagerðarinnar varðandi 
    • áhættumat siglinga
    • almennt siglingaröryggi
    • þróun og skilgreiningu á siglingaleiðum
    • leiðarmerki siglingaleiða og leiðsögukerfi
    • Vaktstöð siglinga
  • Samskipti við hag- og samstarfsaðila 
  • Þátttaka í tæknitengdum verkefnum 
  • Samstarf innan Vegagerðarinnar þvert á svið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi og þekking á siglingum nauðsynleg
  • Verk- eða tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun nauðsynleg
  • Þekking á ferlum mats á umhverfisáhrifum kostur
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
  • Góð hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góð öryggisvitund
Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Miðhúsavegur 1, 600 Akureyri
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar