Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Vörusérfræðingur í innkaupum

Vegagerðin óskar eftir að ráða öflugan aðila í starf sérfræðings á rekstrardeild. Leitað er að aðila sem er lausnamiðaður, hefur ríka reynslu af vinnu á verkstað og mikla efnisþekkingu á vörum sem notaðar eru til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfinu. Á rekstrardeild starfa um 16 manns og tilheyrir fjármálasviði. Vegagerðin er með 19 lagera staðsetta víðsvegar um landið. Lager Vegagerðarinnar geymir efni fyrir nýframkvæmdir og viðhald á vegunum ásamt rekstrarvörum og eru lagerarnir ýmist innandyra sem og utan.

Ef þú býrð yfir djúpri þekkingu á vegagerðaefnum, ert lipur á lyklaborðinu, hæfni í mannlegum samskiptum og hefur mikinn faglegan metnað í starfi þá er þetta starfið fyrir þig! Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Vegagerðarinnar í Garðabæ.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýring og yfirumsjón með innkaupum á vörum og efni 
  • Ráðgjöf um vörur og efni og annast gerð samninga um innkaup
  • Gæðaeftirlit með vörum og efni
  • Samræmir innkaup til að auðvelda kostnaðargreiningu og samanburð
  • Samskipti við birgja innanlands og erlendis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Gerð er rík krafa um þekkingu á efnum notuðum til nýframkvæmda- og viðhalds á vegum eða mikla reynslu af vinnu á verkstað
  • Reynsla af innkaupum mikill kostur
  • Skipulagshæfni og mikill faglegur metnaður 
  • Góð tölvufærni og hæfni til að efla hana
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Mikil þjónustulund
  • Góð öryggisvitund
  • Hæfni til að setja fram gögn um vörur og sérhæfða vörulista 
Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar