Norræna húsið
Norræna húsið

Þrjú hlutastörf í Norræna húsinu

Þrjár lausar stöður í hlutastarfi fyrir nýstofnað þjónustuteymi í Norræna húsinu

Um er að ræða þriggja manna þjónustuteymi sem vinnur á vöktum í Hvelfingu, sem er sýningarsalur Norræna hússins, og í bókasafni hússins. Við leitum að frískum einstaklingum, sem líður vel með að veita þjónustu, eru útsjónarsamir, hugmyndaríkir, eiga auðvelt með að vinna í mörgum verkefnum og líður vel að vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af teymi.

Um er að ræða þrjú hlutastörf (66%) á dagtíma og um helgar á föstum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Dagleg verkefni innifela meðal annars:

  • Að taka á móti og aðstoða gesti sem heimsækja sýningar og bókasafn hússins.
  • Veita almennar upplýsingar til gesta og sinna tilfallandi verkefnum í bókasafninu og húsinu.
  • Aðstoða við viðburðatengd kynningarmál s.s. að koma efni inn á samfélagsmiðla.
  • Bjóða gestum upp á leiðsögn um húsið og sýningar sem eru í gangi.
  • Aðstoða verkefnastjóra og sýningarstjóra í Norræna húsinu við tilfallandi verkefni.

Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir rétta aðila til bæði persónulegs og faglegs vaxtar í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Mikilvægt er að umsækjendur hafi:

  • Haldbæra reynslu af þjónustutengdum störfum.
  • Góða þekkingu á algengustu samfélagsmiðlum og vefumsjónarkerfum.
  • Áhuga og ástríðu fyrir því að starfa innan lista, menningar og bókmennta.
  • Hæfni til að tjá sig á íslensku, skandinavísku eða ensku. Það er plús ef þú hefur reynslu af vinnu sem snúa að aðgengi margbreytilegra hópa.
Auglýsing birt21. október 2024
Umsóknarfrestur15. nóvember 2024
Tungumálahæfni
SænskaSænskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
DanskaDanskaGrunnfærni
NorskaNorskaGrunnfærni
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Sæmundargata 11, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar