Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Forstöðumaður Executive MBA náms

Viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að öflugum einstaklingi í stöðu forstöðumanns Executive Master of Business Administration (Executive MBA) náms við deildina auk kennslu eða annara verkefna við deildina. Starfið veitir tækifæri til að hafa veruleg áhrif á þróun náms við framsækna viðskipta-og hagfræðideild þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, frumkvöðlastarf, sjálfbærni og alþjóðlegt samstarf.

Executive MBA námið er hagnýtt stjórnendanám sem er ætlað stjórnendum sem vilja efla leiðtogahæfni sína, verða ábyrgir stjórnendur og auka persónulega færni í starfi. Námið eflir tengslanet við íslenskan vinnumarkað og veitir núverandi og komandi stjórnendum verkfæri til að skara framúr.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forstöðumaður Executive MBA námsins sinnir stjórnun og rekstri Executive MBA náms við Viðskipta- og hagfræðideild og sinnir sérstaklega:
                · markaðs-, sölu- og kynningarmálum
                · samskiptum við nemendur og kennara
                · ráðning kennara
                · tryggja gæði kennslu og námsins í heild
                · þróun námsins
                · samskipti við erlenda samstarfsaðila og vottunaraðila
                · ábyrgð á skipulagningu funda og viðburða
                · samninga og áætlunargerð
                · umsjón með fjármálum og fjárhagsáætlunargerð
  • Að auki felur starfið í sér aðkomu að tilfallandi verkefnum, t.d. kennslu við deildina og ekki síst þróunarverkefnum fyrir deildina og háskólann í heild.
  • Starfið er unnið í nánu samstarfi við deildarforseta og námsráð Executive MBA náms.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Prófgráður á meistarastigi, t.d. MBA, eða doktorspróf á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða skyldra greina
  • Reynsla á sviði stjórnunar og stefnumótunnar, rekstri, áætlunargerð og færni á sviði fjámála
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptafærni.
  • Tengls við íslenskt atvinnulíf er kostur
  • Þekking og áhugi á að veita framúrskarandi þjónustu
  • Mjög góð enskukunnátta, íslenska er kostur
  • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Reynsla af kennslu á háskólastigi er kostur
  • Reynsla af markaðs-, sölu- og kynningarmálum er kostur
  • Þekking á votturnarferli (t.d. AMBA) er kostur
  • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi er kostur
Auglýsing birt18. október 2024
Umsóknarfrestur3. nóvember 2024
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar