Klettabær
Klettabær
Klettabær

Deildarstjóri hjá Klettabæ

Klettabær leitar að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingum með jákvætt viðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileika til að sinna starfi deildarstjóra.

Meginmarkhópur Klettabæjar eru börn og ungmenni með margþættar þarfir sem þurfa sértæka og einstaklingsmiðaða nálgun og þjónustu. Unnið er eftir hugmyndafræði um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning. Markmiðið er að stuðla að jöfnum tækifærum ungs fólks til þátttöku og lífsgæða í samfélaginu á eigin forsendum. 

Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu við þjónustunotanda í samráði við forstöðumann, sviðsstjóra og fagteymi. Veitir leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.

Starfsánægja er góð, starfsaðlögun og markviss þjálfun, fræðsla og handleiðsla, ásamt möguleikum til starfsþróunar eru í forgrunni hjá Klettabæ.

Einkennisorð Klettabæjar eru: ástríða, fagmennska, gleði og umhyggja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við þjónustunotendur, fagteymi og forstöðumenn
  • Ber ábyrgð á að mat sé framkvæmt um framvindu einstaklingsáætlana
  • Er í samskiptum við forráðamenn og aðra lykilaðila er koma að máli
  • Aðlagar nýja starfsmenn að einingu sinni í samræmi við vinnulöggjöf, mannauðsstefnu og reglur félagsins í samráði við sinn yfirmann
  • Ber ábyrgð á daglegri forgangsröðun verkefna og framkvæmd þeirra
  • Tekur þátt í að þróa verkferla fyrir starfsfólk og skiptingu verkefna þeirra
  • Sér til þess að miðla upplýsingum til sinna starfsmanna
  • Gefur út vaktaplan með minnst 5 vikna fyrirvara fyrir sína einingu
  • Hefur eftirfylgni með að verklagi
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.a.m. á sviði félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og jákvæðni í starfi.
  • Skipulagshæfni
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 25 ára aldri
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar