Bændasamtök Íslands
Bændasamtök Íslands
Bændasamtök Íslands

Lætur þú verkin tala?

Bændasamtök Íslands leita að öflugum einstaklingi til að leiða spennandi nýsköpunarverkefni á sviði sjálfbærni og hringrásarhagkerfis, Terraforming Life. Önnur sérfræðiverkefni í starfsemi samtakanna falla einnig undir starfið.

Um Terraforming Life verkefnið:
Terraforming Life (terraforming.is) miðar að því að þróa nýja aðferð til að framleiða áburð og lífgas úr þeim lífræna úrgangi sem fellur til við fiskeldi á landi og úr landbúnaði. Verkefnið er samstarfsverkefni First Water, Bændasamtaka Íslands, Orkideu, Ölfus Cluster og SMJ frá Færeyjum og hlaut styrk frá Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins. Framtíðin í landbúnaði veltur mikið á framþróun í umhverfismálum.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu.

Umsóknir berist eingöngu í gegnum alfred.is

Nánari upplýsingar veitir Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands á margret@bondi.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra og leiða Terraforming Life verkefninu fyrir hönd Bændasamtakanna
    • Samskipti og samþætting milli innri og ytra hagaðila
    • Kynningarmál og viðburðahald
    • Stefnumótun
    • Áætlanagerð
    • Markaðsgreining
  • Önnur verkefni tengd starfsemi Bændasamtakanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi: t.d. verkefnastjórnun, viðskiptafræði, markaðs- og kynningarmál, opinber stjórnsýsla
  • Mjög góð hæfni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
  • Mjög góð hæfni til að starfa í teymi og lipurð í mannlegum samskiptum og tengslamyndun
  • Sjálfstæði, sjálfstraust og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Skipulagshæfni og reynsla af greiningum og áætlanagerð
  • Sterkir forystuhæfileikar
Auglýsing birt17. október 2024
Umsóknarfrestur3. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 25, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar