
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Sérfræðingur í áætlanagerð fjárfestingaverkefna
Við leitum að sérfræðingi í áætlanagerð fjárfestingaverkefna til að ganga til liðs við teymi eignastýringar á sviði vatnsafls. Teymið leggur áherslu á að orkumannvirki Landsvirkjunar skili hlutverki sínu og sé vel við haldið út líftíma sinn, með stöðugar umbætur og framþróun í fyrirrúmi. Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér náið samstarf á sviði eignastýringar með öllum aflstöðvum Landsvirkjunar.
Helstu verkefni:
- rekstur eignastýringakerfis Landsvirkjunar
- greining á fjárfestingaþörf orkumannvirkja
- undirbúningur og forgangsröðun fjárfestingaverkefna
- aðkoma að gerð eignaáætlunar til lengri tíma
- aðkoma að gerð fjárfestingaáætlunar til skemmri tíma
- þátttaka í stöðugum umbótum og þróun lykilmælikvarða
Hæfni:
- menntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði, viðskiptafræði eða tæknifræði
- haldgóð reynsla og þekking sem nýtist í starfi
- reynsla og þekking af greiningarvinnu og áætlanagerð
- lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Persónuvernd og upplýsingaöryggi hjá Deloitte
Deloitte

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Sérfræðingur í fjármálum - Financial controller
FSRE

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Við leitum að liðsauka í sjálfbærni
Arion banki

Deloitte leitar að ráðgjafa í áhætturáðgjöf
Deloitte

Skipulagsfulltrúi
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Ráðgjafi kerfisbundins frágangs
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.

Verkefnastjóri
Ístak hf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Verkefnastjóri samgönguinnviða
Umhverfis- og skipulagssvið