
FSRE
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að þróa og reka aðstöðu á vegum ráðuneyta, stofnana og annarra ríkisaðila með hagkvæmum, vistvænum og ábyrgum hætti.
FSRE ber ábyrgð á skipulagningu, þróun, nýtingu og rekstri fasteigna í eigu íslenska ríkisins. Fasteignasafn ríkisins er eitt af stærstu fasteignasöfnum landsins með um 530 þúsund fermetrum húsnæðis. Stofnunin leigir þar að auki um 100 þúsund fermetra húsnæðis á almennum markaði til framleigu fyrir stofnanir og ráðuneyti. Jarðasjóður, sem einnig er hluti af FSRE, heldur utan um eignarhald og umsýslu á um 380 jörðum og jarðeignum ríkisins með það að markmiði að nýta land og auðlindir á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Um þessar mundir vinnum við að um 130 þróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins; s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, löggæslu, dómskerfi, náttúru og friðlýst svæði. Framundan eru spennandi tímar í þróun sameinaðrar stofnunar. Við leitum því að jákvæðu og drífandi fólki sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í vegferðinni með okkur.
Sérfræðingur í fjármálum - Financial controller
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) leitar að metnaðarfullum og gagnadrifnum einstaklingi með umfangsmikla þekkingu á uppgjörum í starf leiðandi sérfræðings á sviði fjármála- og stafrænna innviða.
FSRE rekur eitt af stærstu fasteignafélögum landsins auk þess að bera ábyrgð á og stýra uppbyggingu innviða og aðstöðu fyrir ríkisaðila. Fjárhagslegt umfang nemur um 30 milljörðum á ári og skiptist í þrjár einingar; bókhalds- og uppgjörsþjónusta framkvæmdaverkefna, innheimta leigu og rekstur eigna auk reksturs FSRE.
Um er að ræða leiðandi hlutverk í krefjandi umhverfi sem krefst mikilla samskipta við starfsfólk, viðskiptavini og birgja. Í því felst tækifæri til að þróa áfram umbótaverkefni og sjálfvirknivæðingu bókhaldsferla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur fjárhagsuppgjöra í samvinnu við fjármálastjóra
- Skýrslugerð fyrir innri og ytri hagsmunaaðila
- Undirbúningur og framkvæmd innra eftirlits
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði fjármála, reikningshalds eða skyldum greinum. Framhaldsmenntun er kostur.
- Reynsla af uppgjörsvinnu og fjármálastjórnun er skilyrði.
- Þekking á lögum um opinber fjármál, innra eftirliti og reikningsskilastöðlum.
- Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna.
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
- Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað viðhorf.
- Mjög góð tölvufærni, reynsla í skýrslugerð í PowerBi er mikill kostur.
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Bókari
Seaborn

FP&A Partner / Sérfræðingur
Teya Iceland

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Öryggismiðstöðin

Skrifstofustjóri
HH hús

Bókari og uppgjörsaðili
Uppgjör og reikningsskil ehf.

Staff and Quality Manager - Fjallsárlón
Fjallsárlón ehf.

Rekstrarstjóri LAVA Centre á Hvolsvelli
LAVA Centre

Bókari hjá Klettabæ
Klettabær

Data Analyst
LS Retail

A4 – Leitar eftir öflugum bókara
A4