
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita (UTU bs.) er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga, þ.e. Ásahrepps í Rangárvallasýslu og Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnessýslu. Embættið hefur skrifstofu sína á Laugarvatni og hefur með höndum skipulags- og byggingarmál fyrir íbúa og aðra land- og fasteignaeigendur í þessum aðildarsveitarfélögum. Á starfssvæðinu má m.a. finna stærstu frístundabyggðir landsins í Grímsnesi og í Bláskógabyggð.

Skipulagsfulltrúi
Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.
Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd sveitarfélaganna á svæðinu. Hann hefur umsjón með skipulagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum
- Útgáfa framkvæmdaleyfa
- Leiðbeiningar til sveitarfélaganna um skipulagsmál
- Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
- Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og hæfniskröfur samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013
- Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Hæfni í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt13. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Dalbraut 12, 840 Laugarvatni
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í áætlanagerð fjárfestingaverkefna
Landsvirkjun

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Við leitum að liðsauka í sjálfbærni
Arion banki

Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið

Ráðgjafi kerfisbundins frágangs
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.

Verkefnastjóri
Ístak hf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Verkefnastjóri samgönguinnviða
Umhverfis- og skipulagssvið

Tækni- og eða iðnmenntaður verkefnastjóri
First Water

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.