Stoðir hf.
Stoðir hf.
Stoðir hf.

Sérfræðingur í greiningum

Stoðir hf. er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu einkafjárfesta sem fjárfestir til langs tíma á Íslandi og erlendis. Félagið er stór hluthafi í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands. Hjá Stoðum er lögð áhersla á fagmennsku og vönduð vinnubrögð en langtímamarkmið félagsins er að auka verðmæti hluthafa með virkri aðkomu og fjárfestingum í fáum, stórum verkefnum. Sjá nánar á www.stodir.is

Stoðir leita nú að sérfræðingi í greiningum í fjölbreytt og spennandi verkefni. Meðal verkefna eru greiningar á fjárfestingarkostum, framsetning á gögnum, gerð fjárfestakynninga og önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilegt
  • Brennandi áhugi á greiningum og framsetningu gagna
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Öguð og nákvæm vinnubrögð
  • Samskipta- og skipulagshæfni
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Geta til að vinna undir álagi
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurgata 12, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar