
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Við leitum að liðsauka í sjálfbærni
Viltu hjálpa okkur að móta sjálfbæra framtíð? Við hjá Arion banka óskum eftir öflugum sérfræðingi í sjálfbærni sem býr yfir viðeigandi þekkingu og reynslu. Viðkomandi mun tilheyra þriggja manna teymi í einingunni sjálfbærni sem er hluti af skrifstofu bankastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gagnasöfnun, greiningar, skýrslugjöf og önnur upplýsingamiðlun um sjálfbærni.
- Innleiðing á sjálfbærniregluverki ESB.
- Leiða og taka þátt í verkefnum sem snúa að sjálfbærnivegferð bankans.
- Samskipti við innlenda og erlenda hagaðila vegna skuldbindinga bankans og framgangs á sviði sjálfbærni.
- Gerð kynninga og fræðsluefnis.
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni sem tengjast sjálfbærni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Brennandi áhugi á sjálfbærni og mikill drifkraftur.
- Haldgóð þekking og reynsla af sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja.
- Góð þekking og reynsla af innleiðingu á sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins.
- Góð greiningarfærni.
- Framúrskarandi hæfni í að miðla þekkingu.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð og geta til að vinna vel í hóp.
- Góð þekking á fjármálum er kostur.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.a.m. á sviði raunvísinda, verkfræði eða félagsvísinda.
Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í áætlanagerð fjárfestingaverkefna
Landsvirkjun

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Skipulagsfulltrúi
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita

Ráðgjafi kerfisbundins frágangs
NORCOM - Nordic Commissioning ehf.

Verkefnastjóri
Ístak hf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Verkefnastjóri samgönguinnviða
Umhverfis- og skipulagssvið

Tækni- og eða iðnmenntaður verkefnastjóri
First Water

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.

Háspennuhönnuður
Lota