Arion banki
Arion banki
Arion banki

Við leitum að liðsauka í sjálfbærni

Viltu hjálpa okkur að móta sjálfbæra framtíð? Við hjá Arion banka óskum eftir öflugum sérfræðingi í sjálfbærni sem býr yfir viðeigandi þekkingu og reynslu. Viðkomandi mun tilheyra þriggja manna teymi í einingunni sjálfbærni sem er hluti af skrifstofu bankastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gagnasöfnun, greiningar, skýrslugjöf og önnur upplýsingamiðlun um sjálfbærni. 
  • Innleiðing á sjálfbærniregluverki ESB. 
  • Leiða og taka þátt í verkefnum sem snúa að sjálfbærnivegferð bankans. 
  • Samskipti við innlenda og erlenda hagaðila vegna skuldbindinga bankans og framgangs á sviði sjálfbærni. 
  • Gerð kynninga og fræðsluefnis. 
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni sem tengjast sjálfbærni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Brennandi áhugi á sjálfbærni og mikill drifkraftur. 
  • Haldgóð þekking og reynsla af sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. 
  • Góð þekking og reynsla af innleiðingu á sjálfbærniregluverki Evrópusambandsins. 
  • Góð greiningarfærni. 
  • Framúrskarandi hæfni í að miðla þekkingu. 
  • Góð færni í mannlegum samskiptum. 
  • Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð og geta til að vinna vel í hóp. 
  • Góð þekking á fjármálum er kostur. 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.a.m. á sviði raunvísinda, verkfræði eða félagsvísinda. 
Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar