TILDRA Byggingafélag ehf.
TILDRA Byggingafélag ehf.
TILDRA Byggingafélag ehf.

Verkstjóri/verkefnastjóri

Við hjá TILDRA Byggingafélagi leitum að skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í verkefnunum okkar sem verkefnastjóri eða verkstjóri. Starfið felur í sér að hafa umsjón með daglegu skipulagi og framkvæmdum á verkstað, fylgjast með framvindu og tryggja að verkefni gangi eftir áætlun.

Við leggjum áherslu á gott samstarf og fagleg vinnubrögð og leitum að aðila sem hefur góða yfirsýn, getur tekið frumkvæði og hefur reynslu af framkvæmdum eða stjórnun byggingarverkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni:

  • Umsjón með daglegum framkvæmdum á verkstað

  • Skipulagning og eftirfylgni á verkáætlunum

  • Samstarf við hönnuði, verktaka, birgja og aðra hagsmunaaðila

  • Eftirlit með öryggismálum og gæðakröfum á vinnusvæði

  • Skil á verkum innan tímamarka og kostnaðarviðmiða

  • Tímaskráning, skýrslugerð og samskipti við stjórnendur

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur:

  • Menntun í byggingartækni, verkfræði eða sambærilegt (kostur)

  • Reynsla af framkvæmdum og/eða verkstjórn á byggingarsvæðum (kostur)

  • Þekking á verkáætlun, kostnaðareftirliti og gæðakerfum

  • Góð samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Færni í notkun verkstjórnarkerfa og tölvuforrita (t.d. Excel, AutoCAD, MS Project o.fl.)

Fríðindi í starfi

Við bjóðum:

  • Krefjandi og fjölbreytt verkefni hjá framsæknu fyrirtæki

  • Tækifæri til vaxtar og þróunar í starfi

  • Samkeppnishæf laun og starfskjör

Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur24. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar