

Viltu hjálpa okkur að vera góður granni?
Við hjá Landsvirkjun leitumst við að eiga sem best samskipti við nágranna okkar nær og fjær. Því leitum við að verkefnisstjóra til að ganga til liðs við okkur á sviði Samfélags og umhverfis sem tryggir góð og jákvæð samskipti við nágranna og hagsmunaaðila. Við leiðum sameiginlega vegferð fyrirtækisins að grænum rekstri, kolefnishlutleysi, samfélagslega ábyrgri starfsemi og virku samstarfi og samtali í nærsamfélögum. Starfið býður upp á tækifæri til að starfa í líflegu og hvetjandi vinnuumhverfi og að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
Helstu verkefni:
-
samskipti við hagsmunaaðila í nærsamfélagi aflstöðva
-
gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana
-
undirbúningur og framkvæmd samfélagsverkefna
-
styðja við þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs
-
miðlun verkefna og árangurs innan og utan fyrirtækis
Hæfni:
-
háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
framúrskarandi samskiptaeiginleikar og jákvætt viðhorf
-
þekking og reynsla af samskiptum við fjölbreyttan hóp hagsmuaaðila
-
frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
þekking eða reynsla af umhverfis- og/eða orkumálum er kostur
Starfsstöð er á starfsstöðvum okkar á Suðurlandi, á Þjórsársvæði og Sogssvæði.












