

Verkefnastjóri í fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks og fleira
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa á starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi. Um er að ræða fullt stöðugildi, sem skiptist þannig að 75% snýr að verkefnastjórnun í fræðslu fatlaðs fólks og 25% í verkefnastjórnun almennt í fullorðinsfræðslu. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.
Fræðslunetið er viðurkenndur fræðsluaðili með EQM+ gæðavottun, sem sinnir fullorðinsfræðslu og símenntun á Suðurlandi. Helstu hlutverk starfseminnar er að sinna framhaldsfræðslu samkvæmt lögum nr. 27/2010, sinna íslenskukennslu fyrir útlendinga, fullorðinsfræðslu fyrir fatlað fólk, bjóða upp á virkniúrræði í samstarfi við VIRK, Vinnumálastofnun og Birtu starfsendurhæfingu og veita fyrirtækjum og stofnunum þjónustu á sviði þarfagreininga og endurmenntunar.
· Skipuleggja og undirbúa námskeið og námsbrautir fyrir fatlað fólk samkvæmt
viðmiðum í samstarfssamningi við Fjölmennt.
· Annast umsjón og fundi notendaráðs fatlaðra í samstarfi við Bergrisann.
· Annast samningsgerð við kennara í verktöku og skýrslugerð til Fjölmenntar
· Heimsækja stofnanir og sérbýli þar sem fatlað fólk vinnur og býr og kynna starfsemina.
· Virk þátttaka í endurmenntun og ábyrgð á því að uppfæra eigin hæfni.
· Samvinna við starfsmenn Fræðslunetsins og þátttaka í þróunar- og gæðastarfi.
· Skipulagning og umsjón með öðru fjölbreyttu námi á vegum Fræðslunetsins
samkvæmt þörfum og skipulagi.
· Háskólanám er skilyrði og meistaragráða æskileg. Viðkomandi þarf að hafa
framhaldsmenntun á sviði þroskaþjálfafræða, sérkennslu eða fötlunarfræða.
· Góð tölvukunnátta og færni í upplýsingatækni er skilyrði. Reynsla af notkun INNU,
Planner/Trello og skýjalausnum Office 365 er mikilvæg.
· Haldbær reynsla af kennslu og verkefnastjórnun í fullorðinsfræðslu er kostur.
· Frumkvæði, ríkir skipulagshæfileikar, sjálfstæði í starfi og góð samskiptahæfni.













